Kærleikskúlan 2013 - Ragnar Kjartansson
Kærleikskúlan 2013 - Ragnar Kjartansson
Kærleikskúlan 2013 - Ragnar Kjartansson
Kærleikskúlan 2013 - Ragnar Kjartansson
Kærleikskúlan 2013 - Ragnar Kjartansson

Kærleikskúlan 2013 - Ragnar Kjartansson

Verð 10.900 kr

HUGVEKJA eftir Ragnar Kjartansson er Kærleikskúla ársins 2013.

Það var jólanótt árið 1998 og ég sat niðri í stofu með föður mínum. Aðrir voru farnir í háttinn, kertin voru að brenna upp og það rigndi ofan í jólasnjóinn. Faðir minn verður yfirleitt svolítið drukkinn á jólunum og honum finnst mikilvægt að nota hátíðleikann til að lesa syni sínum lífsreglurnar. Þessi jól var hann í sérstaklega miklu stuði. Við reyktum vindla og hann var með koníaksglas í hendinni. Skyndilega sagði hann með þungum andardrætti: „Ragnar, ég þarf að segja þér eitthvað það mikilvægasta sem ég mun nokkurn tíma segja þér.“ Hann lokaði augunum og það var löng þögn. Svo sagði hann: „Það er fallegt en sorglegt að vera manneskja“. Þetta hafði djúpstæð áhrif á mig. Nú prýðir þessi sanna mótsögn Kærleikskúluna.


Það er einmitt mótsögnin sem alltaf situr í mér, sérstaklega á jólunum þegar við hlustum á prestinn tala í útvarpinu, poppararnir syngja um kærleik og frið og við hugsum um stóra hluti. En lífið er aldrei „annaðhvort eða“ – aldrei annaðhvort harmþrungið eða gleðilegt, aldrei svart eða hvítt. Við lifum og deyjum á gráa svæðinu. Þar byggjum við okkar bústað. Hlutskipti okkar, hvers og eins, er bæði sorglegt og fallegt.

- Ragnar Kjartansson