Kærleikskúlan 2016 - Sigurður Árni Sigurðsson
Kærleikskúlan 2016 - Sigurður Árni Sigurðsson
Kærleikskúlan 2016 - Sigurður Árni Sigurðsson
Kærleikskúlan 2016 - Sigurður Árni Sigurðsson
Kærleikskúlan 2016 - Sigurður Árni Sigurðsson

Kærleikskúlan 2016 - Sigurður Árni Sigurðsson

Verð 8.900 kr

SÝN eftir Sigurð Árna Sigurðsson er Kærleikskúla ársins 2016.

Kúlan hefur hvorki upphaf né endi og er táknmynd hringrásar lífsins og móður jarðar. Á endalausu yfirborði hennar eru þó tvær hliðar eins og á flestu, því inni í kúlunni er annað endalaust yfirborð. Tveir heimar – sá ytri og hinn innri....

Þegar ég vann að Kærleikskúlunni og horfði á hana utan frá sá ég fyrir mér heim frá mínu sjónarhorni en um leið varð mér ljóst að inni í kúlunni er annar heimur sem horfði á minn heim frá öðru sjónarhorni. Með því að gata yfirborðið fannst mér ég sameina þessa tvo heima og nálgast það sem ég þekkti ekki áður.

Hugmynd verksins og kærleikur kúlunnar býr í gatinu. Í opinu er möguleiki á að tengjast öðrum heimi, setja sig í spor annarra og öðlast víðara sjónarhorn – nýja sýn.

- Sigurður Árni Sigurðsson

Sigurður Árni Sigurðsson er fæddur á Akureyri árið 1963. Hann útskrifaðist úr Institut des Hautes Études en Art Plastiques í París árið 1991 og hefur síðan starfað jöfnum höndum á Íslandi og í Frakklandi. Sigurður Árni er einn fremsti listamaður þjóðarinnar, verk hans hafa verið sýnd víða um heim og hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga á ferli sínum. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1999 og þegar Reykjavík var menningarborg Evrópu árið 2000 var verk eftir hann valið sem táknmynd menningarársins.  Verk Sigurðar Árna eru gjarnan á mörkum þess áþreifanlega. Kunnugleg form eða hlutir taka á sig nýja mynd í rými ljóss og skugga, málverk verða þrívíð og skúlptúrar tvívíðir. Af stærri opinberum verkum eftir Sigurð Árna má nefna útilistaverkin Sólöldu við Sultartangavirkjun og L´Eloge de la Nature í bænum Loupian í Frakklandi.